Chelsea vill danskan landsliðsmann

Matt O'Riley er eftirsóttur.
Matt O'Riley er eftirsóttur. AFP/Kamil Krazaczynski

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur áhuga á að fá danska landsliðsmanninn Matt O'Riley í sínar raðir frá skoska félaginu Celtic.

Sky Sports greinir fá að O'Riley sé hugsaður sem arftaki Conor Gallagher sem er á leiðinni frá Chelsea.

O'Riley, sem er miðjumaður, er fæddur á Englandi en á danska móður. Hann hefur leikið tvo leiki með danska landsliðinu.

Atalanta og Atlético Madrid hafa einnig sýnt O'Riley áhuga, en Chelsea er líklegt til að sigra í baráttunni um leikmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert