Liverpool vann erkifjendur sína í Manchester United, 3:0, þegar liðin mættust í Columbia í Bandaríkjunum í nótt í undirbúningi fyrir komandi tímabil í enska fótboltanum.
Portúgalinn Fabio Carvalho kom Liverpool yfir strax á tíundu mínútu og Curtis Jones bætti við öðru marki á 36. mínútu.
Var staðan 2:0 fram að 61. mínútu er gríski bakvörðurinn Konstantinos Tsimikas gerði þriðja mark Liverpool og þar við sat.
Næsti leikur United er gegn Manchester City í Samfélagsskildinum. Liverpool spilar næst við Sevilla í æfingaleik, áður en liðið mætir Ipswich í 1. umferð úrvalsdeildarinnar.