Á förum frá United?

Jadon Sancho er 24 ára gamall sóknarmaður.
Jadon Sancho er 24 ára gamall sóknarmaður. AFP/Grant Halverson

Knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho, leikmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, er í viðræðum við franska félagið PSG.

Sancho var á láni hjá  þýska félaginu Borussia Dortmund undir lok síðasta tímabils en hefur verið að spila með United á undirbúningstímabilinu og var meðal annars í byrjunarliði gegn Liverpool í síðasta æfingaleik liðsins.

Dortmud og Jucventus hafa einnig áhuga á því að fá hann til sín en verðmiðin á honum eru 40 milljónir pund.

United hefur áhuga á því að fá  Manuel Ugarte, leikmann PSG, til sín en ekki á því verði sem franska liðið hefur sett á hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert