Ekki auðvelt að velja City

Vivianne Miedema á blaðamannafundi.
Vivianne Miedema á blaðamannafundi. AFP/ Darren Staples

Hollenska landsliðskonan Vivianne Miedema fór frá Arsenal til Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í sumar og hún var kynnt sem nýr leikmaður á dögunum.

Mikil samkeppni er á milli liðanna sem enduðu bæði í efstu þremur sætum deildarinnar. City endaði í 2. sæti með 55 stig, jafn mörg og Chelsea en liðið vann deildina á markatölu, og Arsenal lenti í þriðja með 55 stig.

„Ég hef verið lengi í deildinni og vissi að ég vildi halda áfram á Englandi. Ég ræddi við fullt af liðum á Englandi og í öðrum löndum en þegar ég fór að tala við Manchester City varð ég mjög spennt. Aðallega hvernig liðið spilar en líka hvernig leikmenn tala um liðið og hvernig liðinu gengur.

Ég vildi áskorun og ég veit að þetta var ekki auðvelt val, að skipta um lið á Englandi, en ég varð mjög spennt að vera partur af þessu liði og það er ástæðan fyrir því að ég fylgdi innsæinu og kom til City,“ sagði Miedema á blaðamannafundi á dögunum.

Midema mætir sínu gamla félagi í fyrsta leik í deildinni 22. september.

View this post on Instagram

A post shared by Manchester City (@mancity)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert