Ekki sú byrjun sem United-maðurinn vildi

Leny Yoro.
Leny Yoro. Ljósmynd/Leny Yoro

Leny Yoro, nýr leikmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, fór í aðgerð á dögunum og missir af fyrstu leikjum United í deildinni.

Yoro meiddist í æfingaleik gegn Arsenal á dögunum og missir af næstu þremur mánuðum. 

„Þetta var ekki sú byrjun sem ég vildi en svona er fótbolti. Aðgerðin gekk vel, takk fyrir falleg skilaboð. Nú tekur við þolinmæði og endurhæfing, sjáumst sterkari,“ skrifaði Yoro á samfélagsmiðilinn X.

Yoro kom til United frá franska liðinu Lille í sumar. Hann er 18 ára gamall franskur varnarmaður og skrifaði undir fimm ára samning við liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert