Ensku félögin berjast um Þjóðverjann

Mats Hummels var lykilmaður í liði Dortmund.
Mats Hummels var lykilmaður í liði Dortmund. AFP/Ina Fassbender

Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur sett sig í samband við Þjóðverjann Mats Hummels sem er án félags.

Hummels yfirgaf þýska félagið Borussia Dortmund eftir 13 ár hjá félaginu þegar samningur hans rann út.

Hann er 35 ára miðvörður og hefur einungis spilað í Þýskalandi hingað til og sex sinnum orðið deildarmeistari.

West Ham hefur einnig áhuga á því að fá reynslumikla varnarmanninn í sínar raðir en það er ekki útilokað að hann hætti í fótbolta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert