Enska knattspyrnufélagið Preston North End, sem Stefán Teitur Þórðarson leikur með, minnti á að Liverpool fór ekki taplaust í gegnum undirbúningstímabilið.
Liverpool er í æfingarferð í Bandaríkjunum og hefur unnið þrjá leiki í röð. Fyrst, 1:0, gegn Real Betis svo, 2:1, gegn Arsenal og síðast, 3:0, gegn Manchester United.
Áður en liðið fór út mætti Liverpool Preston sem er í B-deild á Englandi en leikurinn var ekki opinn fyrir áhorfendur og Preston vann leikinn, 1:0.
Robbie Brady skoraði sigurmarkið og Preston minnti á það á samfélagsmiðlum þegar miðilinn TNT Sports talaði um þrjá leiki og þrjá sigra á undirbúningstímabili Liverpool á samfélagsmiðlinum X.
Robbie Brady says hi 👋#pnefc https://t.co/T8W6k7nY4j
— Preston North End FC (@pnefc) August 6, 2024
Stefán gekk til liðs við Preston í sumar og félagið staðfesti í dag að hann fær treyju númer 22 á þessu tímabili.
🔢 2024/25 squad numbers: confirmed. ✅#pnefc
— Preston North End FC (@pnefc) August 7, 2024