Áttundi markvörður Chelsea

Mike Penders.
Mike Penders. AFP/Johan Eyckens

Knattspyrnumaðurinn Mike Penders, 19 ára markvörður Genk í Belgíu, mun skrifa undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea.

Á dögunum fékk Chelsea Danann Filip Jorgensen til sín frá Villarreal fyrir 20 milljónir punda og samkvæmt breska ríkisútvarpinu er Penders nú að koma og verðmiðinn á honum er 17 milljónir punda.

Chelsea er nú með sjö markmenn á lista í aðalliðinu en þar eru til dæmis Robert Sanchez, aðalmarkmaður liðsins á síðasta tímabili, og Kepa Arrizabalaga, sem var á láni hjá Real Madríd.

Penders verður áttundi markvörður liðsins en hann verður á láni hjá Genk á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert