Tekur við enska landsliðinu

Lee Carsley.
Lee Carsley. Ljósmynd/FA

Lee Carsley, þjálfari enska U21 árs landsliðsins í fótbolta, tekur tímabundið við karlalandsliði Englands.

Liðið hefur verið án þjálfara í rúmar þrjár vikur frá því að Gareth Southgate hætti eftir að liðið tapaði úrslitaleiknum á Evrópumótinu í sumar.

England keppir í Þjóðadeildinni í haust og Carsley stýrir liðinu sem mætir meðal annars írska landliðinu sem Heimir Hallgrímsson þjálfar.

„Það er heiður að fá að stíga upp og stýra landsliðinu tímabundið. Ég þekki leikmennina vel og hvernig það er að þjálfa landslið.

Mitt helsta markmið er að koma okkur aftur upp í A-deild,“ sagði Carsley enska liðið er í B-deild í Þjóðadeildinni. Enska knattspyrnusambandið fær þá lengri tíma til þess að finna eftirmann Southgate.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert