Verður næsti framherji Tottenham

Dominic Solanke verður næsti framherji Tottenham.
Dominic Solanke verður næsti framherji Tottenham. AFP/Orlando Ramírez

Dominic Solanke verður næsti framherji enska knattspyrnufélagsins Tottenham. 

Frá þessu greinir hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic en Tottenham mun greiða Bournemouth 65 milljónir punda fyrir framherjann. 

Solanke, sem er 26 ára gamall, átti frábært tímabil með Bournemouth í fyrra og skoraði 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 

Hann er uppalinn hjá Chelsea og hefur einnig spilað með Liverpool og á láni hjá Vitesse. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert