Liverpool selur Portúgalann

Fabio Carvalho skoraði gegn Arsenal í æfingaleik á dögunum.
Fabio Carvalho skoraði gegn Arsenal í æfingaleik á dögunum. AFP/Charly Triballeau

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Fabio Carvalho er á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool í Brentford .

Sky Sports greinir frá þessu en Southampton og Leicester höfðu einnig áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Carvalho var á láni hjá Hull seinni hluta síðasta tímabils en hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu hingað til og m.a. skoraði hann fyrsta mark Liverpool gegn Manchester Unnited í 3:0-sigri á dögunum.

Brentford borgar 27,5 milljónir punda fyrir Portúgalann og Liverpool mun fá 17,5% af upphæðinni ef Brentford selur hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert