Manchester City vann Samfélagsskjöldinn

Manchester City vann nágranna sína í Manchester United.
Manchester City vann nágranna sína í Manchester United. AFP/Henry Nicholls

Englandsmeistarar Manchester City unnu Samfélagsskjöld Englands í knattspyrnu karla eftir sigur í vítakeppni á nágrönnum sínum í Manchester United á Wembley í dag.

Enska úrvalsdeildin hefst næsta föstudagskvöld á leik Manchester United og Fulham. 

Besta færi City fékk James McAtee á 24. mínútu þegar að hann setti boltann í stöngina. 

Marcus Rashford fékk síðan dauðafæri á 76. mínútu þegar að hann setti boltann í stöngina eftir sendingu frá Alejando Garnacho. 

Josko Gvardiol og Mason Mount í baráttunni í dag.
Josko Gvardiol og Mason Mount í baráttunni í dag. AFP/Henry Nicholls

Garnacho sjálfur kom United yfir á 82. mínútu þegar að hann keyrði inn á teiginn og smellti boltanum í nærhornið, 0:1. 

Bernardo Silva jafnaði metin á 89. mínútu þegar að hann stangaði glæsta fyrirgjöf Oscars Bobbs í netið, 1:1. 

Fleiri urðu mörkin ekki og því þurftu vítaspyrnukeppni. Þar klúðraði Bernardo Silva fyrst og United komst í kjörstöðu. 

Jadon Sancho klúðraði síðan fjórða víti United og allt var jafnt á nýjan leik. Það var síðan Jonny Evans sem klúðraði níunda víti Manchester United. 

Þá steig Manuel Akanji á punktinn til að tryggja City sigurinn og skoraði af öryggi. 

Pep Guardiola og Erik ten Hag á hliðarlínunni.
Pep Guardiola og Erik ten Hag á hliðarlínunni. AFP/Justin Tallis
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Noregur 29:21 Frakkland opna
60. mín. Camilla Herrem (Noregur) skoraði mark Norsk veisla í Lille!
Keflavík 1:2 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið
Breiðablik 3:2 Þór/KA opna
63. mín. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) fær gult spjald

Leiklýsing

Man. City 8:7 Man. United opna loka
91. mín. Leikur hafinn Vítaspyrnukeppnin er hafin. Bruno Fernandes tekur fyrsta vítið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert