Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur náð samkomulagi við Bayern München um kaupin á Hollendingnum Matthijs de Ligt og Marokkóanum Noussair Mazraoui.
David Ornstein, fréttamaður hjá Athletic og NY Times, greinir frá þessu á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum X.
Talið er að United greiði 45 milljónir evra með möguleika á 5 milljónum í árangurstengdar greiðslur fyrir de Ligt, sem verður 25 ára á mánudaginn.
Samkomulagið um Mazraoui veltur á því að sala United á Aaron Wan-Bissaka gangi í gegn. Ef það fer í gegn þá mun United greiða 15 milljónir evra fyrir Mazraoui.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, þjálfaði bæði de Ligt og Mazraoui hjá Ajax í Holland.
🚨 EXCLUSIVE: Man Utd agree deal with Bayern Munich for Matthijs de Ligt. €45+5m, 5+1yr, pending medical
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 10, 2024
🚨 #MUFC €15+5m Noussair Mazraoui bid accepted
⬆️ Rests on Wan-Bissaka: #WHUFC agree £15m fee, medical slated Sun/Mon, finalising exit@TheAthleticFC https://t.co/b8kilivhMs