Bayern München hafði betur gegn Tottenham, 3:2, í æfingaleik á heimavelli Tottenham í Lundúnum í gær.
Harry Kane, leikmaður Bayern og fyrrum leikmaður Tottenham, mætti í viðtal til Sky Sports eftir leik þar sem hann var spurður út í nýjustu kaup Tottenham, Dominic Solanke.
„Dominic [Solanke] er frábær leikmaður,“ sagði Kane um enska framherjann sem var keyptur á metfé til Tottenham í gær.
„Hann er duglegur, kraftmikill og býr yfir miklum hraða. Hann mun eflaust fá færi í þessu liðið miðað við hvernig Ange [Postecoglou] spilar.
Ég held að þetta séu frábær kaup. Ég sá hann í búningsklefanum og óskaði honum alls hins besta og að sjálfsögðu vona ég að hann eigi frábært tímabil,“ sagði Kane að lokum.