Miðverðirnir tryggðu Arsenal bikarinn

Gabriel Magalhaes skoraði fyrir Arsenal í dag.
Gabriel Magalhaes skoraði fyrir Arsenal í dag. AFP/Benjamin Cremel

Arsenal hafði betur gegn Lyon, 2:0, á heimavelli í dag er liðið tryggði sér Emirates-bikarinn.  

Bæði mörk Arsenal komu úr hornspyrnu. Fyrra markið kom á 9. mínútu þegar hornspyrna Declan Rice fann kollinn á franska miðverðinum William Saliba sem stangaði boltann í netið, 1:0.  

Seinna markið kom á 27. mínútu og aftur var það hornspyrna frá Rice sem lagði upp markið. Í þetta skiptið var það hins vegar Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhaes sem skallaði boltann í netið.  

Fleiri urðu mörkin ekki og tryggði Arsenal sér Emirates-bikarinn þriðja árið í röð.  

Fyrsti leikur Arsenal í ensku úrvalsdeildinni er á laugardaginn næstkomandi þegar liðið fær Wolves í heimsókn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert