Erik ten Hag, stjóri Manchester United, telur að mörkin hjá Marcus Rashford eigi eftir að koma. Englendingurinn klúðraði tveimur dauðafærum í leik liðsins gegn Manchester City í Samfélagsskildinum í gær.
„Mér fannst hann koma sér oft í góðar stöður og ég er ánægður með það,“ sagði ten Hag.
Marcus Rashford átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili, skorandi aðeins átta mörk í 43 leikjum.
„Hann á eftir að skora. Hann er nógu reyndur leikmaður til að höndla við þetta og þegar hann skorar eitt mark, þá eiga mörkin eftir að koma,” sagði ten Hag.
Manchester United fær Fulham í heimsókn í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar, næstkomandi föstudag.