Tilkynna komuna á Portúgalanum

Pedro Neto er nýjasti leikmaður Chelsea.
Pedro Neto er nýjasti leikmaður Chelsea. Ljósmynd/Chelsea FC

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur tilkynnt kaupin á Portúgalanum Pedro Neto frá Wolves. Hann er tíundu kaup félagsins á tímabilinu.  

Chelsea greiðir 51,4 milljónir punda með möguleika á 2,6 milljónum í árangurstengdar greiðslur fyrir 24 ára gamla Portúgalann.  

Neto kom til Wolves fyrir fimm árum og hefur hann skorað 14 mörk og lagt upp 24 í 135 leikjum fyrir félagið.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert