Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur tilkynnt kaupin á Portúgalanum Pedro Neto frá Wolves. Hann er tíundu kaup félagsins á tímabilinu.
Chelsea greiðir 51,4 milljónir punda með möguleika á 2,6 milljónum í árangurstengdar greiðslur fyrir 24 ára gamla Portúgalann.
Neto kom til Wolves fyrir fimm árum og hefur hann skorað 14 mörk og lagt upp 24 í 135 leikjum fyrir félagið.
Ready to make his mark in Blue.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 11, 2024
Welcome to Chelsea, Pedro Neto! 🔵 pic.twitter.com/XdJvsrdlH5