Leikmaður Tottenham birti myndband af sér nota hláturgas

Yves Bissouma.
Yves Bissouma. AFP/Oli Scarff

Leikmaður Tottenham, Yves Bissouma, baðst afsökunar á myndbandi sem hann birti þar sem hann sást nota hláturgas.

Að nota hláturgas hefur verið glæpur í Bretlandi frá árinu 2023 og getur varðað tveggja ára fangelsi að gera það.

„Ég vil biðjast afsökunar á myndbandinu. Þetta var skortur á dómgreind og ég skil hversu alvarlegt þetta er og hvaða afleiðingar þetta getur haft. Ég skil einnig ábyrgð mína sem fótboltamaður og sem fyrirmynd og tek því alvarlega,“ sagði Bissouma.

„Við erum að skoða þetta og málið verður klárað innanhúss,“ sagði talsmaður Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert