Markalaust í síðasta æfingaleik Liverpool

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool í gær.
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool í gær. AFP/Peter Powell

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool spilaði tvo æfingaleiki í gær á Anfield gegn spænskum 1. deildar félögum.

Liðið byrjaði á sigri gegn Sevilla, 4:1, klukkan 11.30 og mætti svo Las Palmas í öðrum leik liðsins klukkan 16.00.

Caoimhin Kelleher spilaði allan leikinn í marki Liverpool, Andrew Robertson, Nathaniel Phillips, Ibrhima Konté og Conor Bradley mynduðu varnarlínu liðsins, Curtis Jones, Wataru Endo og Harvey Elliott voru á miðjunni og Cody Gakpo, Darwin Nunez og Ben Doak í sókn.

Robertson hefur verið að glíma við meiðsli og hefur ekki spilað síðan með Skotlandi á EM 23. júní en hann spilaði 61 mínútu í gær.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en næsti leikur liðsins er 17. ágúst í úrvalsdeildinni gegn nýliðum Ipswich.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert