Spánverjinn hafnar Liverpool

Martin Zubimendi í baráttunni við Declan Rice.
Martin Zubimendi í baráttunni við Declan Rice. AFP/Odd Andersen

Spænski knattspyrnumaðurinn Martin Zubimendi hefur ákveðið að vera áfram hjá uppeldisfélaginu Real Sociedad. 

Zubimendi var orðaður við Liverpool og reyndi enska félagið að sannfæra Spánverjann að ganga til liðs við sig. 

Spænskir miðlar greina nú frá því að Real Sociedad hafi náð að sannfæra Zubimendi að vera áfram hjá félaginu og að ekkert verði úr áhuga Liverpool. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert