Tveir Blikar í Birmingham

Alfons Sampsted var tilkynntur í dag.
Alfons Sampsted var tilkynntur í dag. Ljósmynd/Birmingham

Íslenski knattspyrnumaðurinn Alfons Sampsted er genginn til liðs við Birmingham í C-deild á  Englandi.

Alfons er 26 ára bakvörður og kemur á láni út tímabilið frá hollenska liðinu Twente en Birmingham hefur möguleika á að kaupa hann eftir tímabilið. 

Hann hittir þar jafnaldra sinn og fyrrverandi liðsfélaga Willum Þór Willumsson en þeir eru uppaldir í Breiðabliki.

Birmingham tilkynnti hann í dag með því að setja mynd af Willum og Alfons í yngri flokkum og skrifuðu undir „það eru tveir leikmenn Birmingham á þessari mynd“ og settu svo inn tilkynningu með mynd af Alfons.

 „Ég er mjög glaður, það er mjög ánægjulegt að allt er tilbúið. Síðasti sólahring hef ég verið að bíða eftir skilaboðum um að fara upp í flugvél, ég gisti hjá vini mínum sem á heima fimm mínútum frá flugvellinum tilbúin að hoppa upp í vél,“ sagði Alfons á heimasíðu Birmingham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert