Deildin er okkar að tapa

Kyle Walker eftir leik með Manchester City.
Kyle Walker eftir leik með Manchester City. AFP/Paul Ellis

Kyle Walker, fyrirliði Manchester City í knattspyrnu, segir ekkert því til fyrirstöðu að liðið verði það fyrsta til að vinna fimm Englandsmeistaratitla í röð.

Man. City varð fyrsta enska liðið til að vinna fjóra slíka í röð á síðasta tímabili og hefja titilvörnina á sunnudag þegar liðið heimsækir Chelsea á Stamford Bridge.

„Ég myndi ekki kalla þetta sjálfumgleði en okkur hefur tekist þetta fjögur ár í röð, þetta er okkar bikar að tapa.

Ég get fullvissað ykkur um það að þegar maður lítur niður á ermina sína og sér gullmerkið sem enginn annar er með er það góð tilfinning. Megi hún halda lengi áfram,“ sagði Walker í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert