Arsenal gefur í

Mikel Merino er Evrópumeistari.
Mikel Merino er Evrópumeistari. AFP/Tobias Schwarz

Arsenal gefur í í tilraun sinni að fá spænska knattspyrnumanninn Mikel Merino til félagsins frá Real Sociedad. 

Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir frá en samkvæmt honum hefur Edu, íþróttastjóri Arsenal, verið á Spáni í þessari viku til að ganga frá félagaskiptunum. 

Merino er sagður vilja ganga til liðs við Arsenal en félögin eru ósammála um kaupverð. Sociedad vill 35 milljónir evra en Arsenal vill ekki fara yfir 30 milljónir evra. 

Merino varð Evrópumeistari með Spáni fyrr í sumar en hann skoraði sigurmarkið gegn heimamönnum í Þýskalandi í átta liða úrslitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert