Bakvörður Bayern til United

Noussair Mazraoui (t.h.) í leik með Bayern München á síðasta …
Noussair Mazraoui (t.h.) í leik með Bayern München á síðasta tímabili. AFP/Sergei Gapon

Enska knattspyrnufélagið Manchester United festi kaup á marokkóska bakverðinum Noussair Mazraoui frá þýska félaginu Bayern München í gær.

Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt gekk einnig til liðs við Man. United í gær en báðir léku þeir undir stjórn knattspyrnustjórans Eriks ten Hag, sem stýrt hefur Rauðu djöflunum undanfarin tvö ár, hjá Ajax fyrir nokkrum árum.

Mazraoui skrifaði undir fjögurra ára samning og getur leyst báðar bakvarðastöður, en Man. United seldi bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka til West Ham United í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert