Brentford vill metfé fyrir framherjann

Ivan Toney.
Ivan Toney. AFP/Ina Fassbender

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Brentford vilja fá í kringum 60 milljónir punda fyrir enska landsliðsframherjann Ivan Toney.

Það er Independent sem greinir frá þessu en Toney, sem er 28 ára gamall, hefur verið orðaður við stærstu félög Englands undanfarna mánuði.

Framherjinn gekk til liðs við Brentford frá Peterbprpugh árið 2020 en hann á að baki 141 leik fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 72 mörk og lagt upp önnur 23.

Hann skoraði fjögur mörk í 17 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Chelsea og Arsenal eru sögð mjög áhugasöm um framherjann.

Enski framherjinn Ollie Watkins var seldur frá Brentford til Aston Villa árið 2020 og borgaði Villa 30 milljónir punda fyrir hann. Watkins er dýrasti leikmaður sem hefur verið seldur frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert