Áfall fyrir unga Norðmanninn

Oscar Bobb í baráttunni við United-manninn Kobbie Mainoo.
Oscar Bobb í baráttunni við United-manninn Kobbie Mainoo. AFP/Justin Tallis

Norski knattspyrnumaðurinn Oscar Bobb, kantmaður Manchester City, er fótbrotinn og verður ekki með næstu mánuðina. 

Bobb er 21 árs gamall en hann lék 26 leiki fyrir Manchester City á síðustu leiktíð og skoraði gífurlega mikilvægt sigurmark gegn Newcastle fyrr á þessu ári. 

Norðmaðurinn átti að vera í einn stærra hlutverki á þessu tímabili en hann lék nánast allan leikinn gegn Manchester United þegar að City vann Samfélagsskjöldinn um helgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert