Frá Englandsmeisturunum til nýliðanna

Kalvin Phillips í leik með Manchester City.
Kalvin Phillips í leik með Manchester City. AFP/Chandan Khanna

Enski knattspyrnumaðurinn Kalvin Phillips, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, er á leið til Ipswich Town að láni.

Ipswich er nýliði í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa hafnað í öðru sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili.

Phillips hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann gekk til liðs við Man. City fyrir tveimur árum. Hann var lánaður til West Ham United í janúar síðastliðnum en tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar.

Miðjumaðurinn, sem er 28 ára gamall og hefur leikið 31 landsleik fyrir England, freistar þess nú að koma ferlinum aftur á ról hjá Ipswich en Phillips lék frábærlega fyrir Leeds United, sérstaklega þegar Marcelo Bielsa var þar knattspyrnustjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert