Nýr fyrirliði West Ham

Jarrod Bowen er orðinn fyrirliði West Ham.
Jarrod Bowen er orðinn fyrirliði West Ham. AFP/Ben Stansall

Knattspyrnumaðurinn Jarrod Bowen er orðinn fyrirliði enska félagsins West Ham. 

Bowen tekur við armbandinu frá Kurt Zouma, sem er sagður vera á leiðinni til Dúbaí. Zouma var með bandið í ár eftir að Declan Rice fór til Arsenal. 

Bowen hefur verið lykilmaður í liði West Ham undanfarin ár en hann gekk í raðir félagsins árið 2020. 

Síðan þá hefur hann skorað 60 mörk og lagt 38 upp. Hann skoraði sigurmark West Ham í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar gegn Fiorentina árið 2023. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert