Enska knattspyrnufélagið Crystal Palace hefur hafnað nýjasta tilboði Newcastle United í enska miðvörðinn Marc Guéhi.
Sky Sports greinir frá því að tilboðið, sem var það þriðja sem Newcastle leggur fram í Guéhi í sumar, hljóðaði upp á 60 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 10,7 milljörðum íslenskra króna.
Newcastle bauð 55 milljónir punda strax auk fimm milljóna í árangurstengdar greiðslur.
Viðræður milli félaganna halda áfram en Newcastle er farið að skoða aðra valkosti í miðvörðinn fari samkomulag ekki að færast nær.