Knattspyrnumaðurinn Conor Gallagher verður ekki í leikmannahópi Chelsea sem mætir Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn.
Gallagher átti að fara til Atlético Madrid í sumar og stóðst læknisskoðun hjá félaginu.
Hins vegar náðu félögin tvö ekki samkomulagi og var Gallagher sendur til baka.
Hann æfir einn um þessar mundir á meðan félögin reyna að komast að samkomulag og verður því ekki með á sunnudaginn.