Erik ten Hag vísar því á bug

Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Justin Tallis

Hollendingurinn Erik ten Hag, knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, hefur vísað þeim ásökunum að hann vilji frekar leikmenn með reynslu af hollenskum fótbolta á bug. 

Ten Hag hefur sótt marga leikmenn sem áður hafa spilað í hollensku deildinni. Nú síðast Matthis de Ligt og Noussair Mazraoui frá Bayern München. 

Þá hafa fyrrverandi lærisveinar hans hjá Ajax, André Onana, Lisandro Martínez og Antony, allir gengið til liðs við United. 

Þá eru Tyrell Malacia, Wout Weghorst og Joshua Zirkzee allir hollenskir.

Aðrir leikmenn sem hafa spilað í Hollandi sem ten Hag hefur fengið eru Mason Mount, Sofyan Amrabat og Christian Eriksen. 

Ten Hag var spurður af SkySports hvort að hann vildi frekar leikmenn með tengingu við Holland eða ekki. 

„Nei, nei, þeir eru ekki í uppáhaldi. Í fyrsta lagi er það ekki bara ég sem tek ákvarðanir hér, heldur einnig stjórn félagsins.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert