Arne Slot, knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool, viðurkenndi á blaðamannafundi að Spánverjinn Martin Zubimendi hafa ákveðið að koma ekki til Liverpool.
Slot sat fyrir svörum í fyrsta sinn fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool heimsækir Ipswich í fyrstu umferðinni í hádeginu á morgun.
Liverpool hefur enn ekki fengið leikmann til liðs við sig í sumarglugganum en Slot segir það þurfa að vera rétta leikmanninn.
„Því miður ákvað Zubimendi að koma ekki. Richard Hughes reyndi allt sem hann sagt til að sannfæra hann. En ef leikmaður vill ekki koma er ekkert sem þú getur gert,“ sagði Slot.