Manchester United þarf að gera miklu meira

Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Ole Martin Wold

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, vill meina að Manchester United verði að gera miklu meira í sumarglugganum. 

United hefur fengið til sín fjórða leikmenn en félagið þarf að gera mun meira til að nálgast efstu liðin að mati Shearer. 

United hafnaði í áttunda sæti á síðustu leiktíð en Matthijs de Ligt, Noussair Mazraoui, Leny Yoro og Joshua Zirkzee eru komnir til félagsins. 

„Ég býst við að þeir verði betri en í fyrra, en ég er ekki svo sannfærður hversu mikið betri,“ bætti Shearer við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert