Saka aðalmaðurinn í sigri Arsenal

Bukayo Saka er aðalkallinn hjá Arsenal.
Bukayo Saka er aðalkallinn hjá Arsenal. AFP/Adrian Dennis

Arsenal hafði betur gegn Wolves, 2:0, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Emirates-leikvanginum í Lundúnum í dag.

Bukayo Saka skein sínu skærasta í leiknum en hann lagði upp fyrri markið og skoraði seinna. 

Kai Havertz kom Arsenal-liðinu á 25. mínútu með skallamarki eftir frábæra sendingu frá Bukayo Saka. 

Havertz endurgreiddi greiðan á 74. mínútu þegar að hann átti sendingu á Saka sem skoraði með góðu skoti á nærstöngina, 2:0, og þar við sat. 

Arsenal heimsækir Aston Villa í næstu umferð en Wolves fær Chelsea í heimsókn. 

Kai Havertz kom Arsenal yfir.
Kai Havertz kom Arsenal yfir. AFP/Adrian Dennis
Arsenal-maðurinn Oleksandr Zinchenko í baráttunni við Hwang Hee-chan.
Arsenal-maðurinn Oleksandr Zinchenko í baráttunni við Hwang Hee-chan. AFP/Adrian Dennis
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Ipswich 0:2 Liverpool opna
90. mín. Cody Gakpo (Liverpool) fær gult spjald Stuðningsmenn Ipswich fagna þessu verulega vel. Sparkaði Hutchinson niður.
Vestri 2:0 KR opna
90. mín. Benedikt V. Warén (Vestri) fær gult spjald

Leiklýsing

Arsenal 2:0 Wolves opna loka
90. mín. Arsenal fær hornspyrnu Fimm mínútum bætt við leikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert