Aston Villa lagði Hamrana

Jhon Durán skoraði sigurmark Aston Villa í dag.
Jhon Durán skoraði sigurmark Aston Villa í dag. AFP/Justin Tallis

Aston Villa lagði West Ham United, 2:1, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag á Ólympíuvellinum í Lundúnum.  

Belginn Amadou Onana kom Aston Villa yfir á fjórðu mínútu. Það gerði hann með föstum skalla eftir góða hornspyrnu frá Youri Tielemans.  

Brasilíumaðurinn Lucas Paqueta jafnaði metin með marki frá vítapunktinum á 37. mínútu.  

Varamaðurinn Jhon Durán reyndist hetja Aston Villa er hann skoraði sigurmarkið á 79. mínútu með góðri afgreiðslu.  

Mörkin urðu ekki fleiri og Aston Villa hreppti stigin þrjú í Lundúnum.  

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert