Brighton með sýningu í Liverpool (myndskeið)

Brighton fór létt með Everton, 3:0, er liðin mættust í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Goodison Park í Liverpool í dag.  

Kaoru Mitoma, Danny Welbeck og Simon Adingra skoruðu mörk Brighton. Ashley Young fékk að líta rauða spjaldið fyrir Everton.  

Mörkin þrjú og rauða spjaldið má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert