Brighton valtaði yfir Everton

Simon Adingra, Adam Webster og Danny Welbeck.
Simon Adingra, Adam Webster og Danny Welbeck. Ljósmynd/Brighton

Brighton valtaði yfir Everton, 3:0, er liðin mættust í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Goodison Park í Liverpool í dag.  

Japaninn Kaouru Mitoma kom Brigthon yfir á 25. mínútu eftir hraða skyndisóknDanny Welbeck tvöfaldaði forystu Brighton á 56. mínútu með góðri afgreiðslu.  

Á 66. mínútu fékk Ashley Young, varnarmaður Everton, rautt spjald eftir að stöðva Mitoma sem var að sleppa einn í gegn á móti markmanni.  

Varamaðurinn Simon Adingra innsiglaði síðan sigur Brighton á 86. mínútu með góðu marki.  

Forest og Bournemouth skildu jöfn

Nottingham Forest og Bournemouth gerðu dramatískt 1:1 jafntefli á City Ground í Nottingham.  

Nýsjálendingurinn Chris Wood skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu fyrir Nottingham Forest.  

Dango Ouattara hélt að hann jafnaði metin á 35. mínútu en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum  

Antoine Semenyo skoraði jöfnunarmark Bournemouth á 86. mínútu. Mörkin urðu ekki fleiri og skildu liðin jöfn, 1:1.  

Newcastle byrjar mótið á sigri

Newcastle vann nauman 1:0-sigur á Southampton á St. James’ Park í Newcastle.  

Newcastle varð manni færri á 28. mínútu þegar Svisslendingurinn Fabian Schär fékk rautt spjald.  

Brasilíumaðurinn Joelinton skoraði fyrir Newcastle undir lok fyrri hálfleiks og reyndist markið vera eina mark leiksins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert