Draumabyrjun Jóhanns Bergs

Johann Berg Gudmundsson skoraði strax.
Johann Berg Gudmundsson skoraði strax. AFP/Darren Staples

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Burnley í ensku B-deildinni í fótbolta á þessu tímabili. 

Burnley skellti Cardiff, 5:0, en Jóhann Berg kom inn á 74. mínútu leiksins. Hann skoraði síðan fimmta mark liðsins undir blálok leiks. 

Burnley fer frábærlega af stað í B-deildinni og situr á toppnum með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Þá hefur liðið skorað níu mörk og fengið á sig eitt. 

Arnór kom inn á 

Arnór Sigurðarson kom inn á 81. mínútu leiksins í jafntefli Blackburn gegn Norwich, 2:2, í Norwich. 

Arnór kom inn á í stöðunni 2:1 fyrir Norwich en Yuki Ohsashi jafnaði metin á 87. mínútu. 

Blackburn er í þriðja sæti með fjögur stig. 

Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn fyrir Preston í tapi gegn Swansea, 3:0, í Wales í dag. 

Preston er í 23. og næstneðsta sæti deildarinnar án stiga. 

Þá var Guðlaugur Victor Pálsson ekki með þegar að Plymouth gerði jafntefli á heimavelli gegn Hull, 1:1. 

Plymouth er í 21. sæti deildarinnar með eitt stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert