Newcastle hafði betur gegn nýliðinum í Southampton, 1:0, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á St. James' Park í Newcastle í dag.
Svisslendingurinn Fabian Schär fékk umdeilt rautt spjald á 28. mínútu leiksins. Brasilíumaðurinn Joelinton skoraði sigurmark Newcastle undir lok fyrri hálfleiks.
Rauða spjaldið og markið má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.