Brasilíumaðurinn í lagi eftir slæm meiðsli

Danilo braut á sér ökklann í gær.
Danilo braut á sér ökklann í gær. Ljósmynd/Nottingham Forest

Brasilíumaðurinn Danilo, leikmaður Nottingham Forest, fór snemma af velli eftir að hafa brotið ökklann sinn í 1:1 jafntefli Nottingham Forest og Bournemouth í gær. 

Hinn 23 ára gamli Danilo lenti illa eftir skallabaráttu við Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth. Danilo fékk aðhlynningu í níu mínútur á meðan starfsmenn félagsins skýldu honum með teppi. Hann var síðar fluttur á sjúkrahús.  

Danilo snéri heim síðar um kvöldið og birti færslu á Instagram reikning sínum.  

„Hæ öll, ég vildi bara láta vita að ég er í lagi, þakka guði, og ég er kominn heim. Ég sný aftur bráðlega og takk fyrir allan stuðninginn í skilaboðum, sagði Danilo á Instagram reikning sínum 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert