Meistararnir sterkari í stórleiknum

Englandsmeistarar Manchester City fara vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið gerði góða ferð til Lundúna og sigraði Chelsea á útivelli, 2:0, í 1. umferðinni í dag.

Norski markahrókurinn Erling Haaland gerði fyrra markið á 18. mínútu er hann lagði boltann í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Bernardo Silva.

Enzo Fernández hjá Chelsesa fórnar höndum í dag.
Enzo Fernández hjá Chelsesa fórnar höndum í dag. AFP/Adrian Dennis

City-menn voru líklegri til að bæta við en Chelsea að jafna það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en fleiri urðu mörkin ekki fyrir hlé.

Nicolas Jackson fékk flott færi til að jafna á 61. mínútu en hann skaut beint á Ederson af stuttu færi. Reyndi annars lítið á brasilíska markvörðinn í leiknum.

Mateo Kovacic úr City með boltann í dag.
Mateo Kovacic úr City með boltann í dag. AFP/Adrian Dennis

Króatinn Mateo Kovacic innsiglaði síðan sigur City-manna á 84. mínútu. Hann fékk þá boltann á miðjum vallarhelmingi City, tók á rás fram völlinn og skoraði með innanfótarskoti utan teigs og þar við sat.  

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KA 1:1 Stjarnan opna
51. mín. Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) fær gult spjald Sparkar boltanum í burtu.
HK 0:0 Fylkir opna
Engir atburðir skráðir enn

Leiklýsing

Chelsea 0:2 Man. City opna loka
90. mín. Cole Palmer (Chelsea) á skot framhjá Af 20 metra færi, vel framhjá. Ekki verið hans dagur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert