Króatinn Mateo Kovacic innsiglaði sigur Manchester City á Chelsea, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með fallegu marki.
Kovacic fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Chelsea, sótti að marki og skoraði með skoti utan teigs. Erling Haaland gerði fyrra markið.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.