Gylfi: Gerðist eitthvað á milli hans og Klopp

Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld þar sem rætt var um 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Ræddu þeir félagar m.a. um 2:0 sigur Liverpool á nýliðum Ipswich á útivelli. Mo Salah skoraði í 1. umferðinni áttunda árið í röð og fagnaði vel.

Salah skipti um hárgreiðslu í sumar og virðist vera að njóta þess að spila fyrir Arne Slot, sem tók við af Jürgen Klopp, en Klopp og Salah rifust í leik gegn West Ham á síðustu leiktíð.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert