Ten Hag ætti að segja upp

Erik ten Hag er ekki allra.
Erik ten Hag er ekki allra. AFP/Darren Staples

Hollenski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Jaap Stam vill að landi sinn Erik ten Hag segi upp sem stjóri Manchester United.

Stam lék með Manchester-félaginu frá 1998 til 2001 og var þá einn besti varnarmaður heims.

„Þetta er þriðja tímabilið hans með United og hann ætti að segja upp. Hann á að horfa í spegilinn eftir síðasta tímabil.

Hann er alltaf að tala um að liðið sé að spila skemmtilegan fótbolta en ég er ekki sammála,“ sagði Stam við blaðamanninn Simon Jordan í hlaðvarpi hans.

„Ég get skilið að hann sé að reyna að vera jákvæður við leikmennina sína, en stundum þarftu að vera hreinskilinn og viðurkenna að fótboltinn sem þú spilar er leiðinlegur,“ sagði Stam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert