City vill svör frá Guardiola

Pep Guardiola á Laugardalsvelli
Pep Guardiola á Laugardalsvelli Hanna Andrésdóttir

Forsvarsmenn Manchester City hafa gefið Pep Guardiola, knattspyrnustjóra félagsins, frest til jóla til að ákveða hvort hann muni halda áfram starfi sínu. Spánverjinn á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Félagið vill hafa tíma til að finna eftirmann Guardiola ákveði hann að segja skilið við ensku meistarana en hann hefur stýrt liðinu síðan árið 2016. Sjálfur segist Guardiola gjarnan vilja vera áfram við stjórnvölin hjá liðinu.

„Við sjáum til en ég vil alls ekki útiloka að framlengja samninginn. Að vera í sama félaginu í níu ár er eilífið í þessum heimi og ég verð að vera viss um að taka rétta ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur félagið og leikmennina“, sagði Spánverjinn sigursæli fyrir rúmum þremur vikum síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert