Eiður: Hefði viljað sjá óbeina aukaspyrnu

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt þegar Chelsea vildi fá dæmda vítaspyrnu í leik liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

„Hugsanlegt víti. Þetta er bara varnarmaðurinn að spila til baka á varnarmann, óbein aukaspyrna inni í teig, 100 prósent,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um atvikið.

Gylfi Einarsson benti þá á að dæma hefði átt aukaspyrnu á Enzo Fernández áður en hann féll við innan vítateigs og áður en Josko Gvardiol gaf til baka á Ederson sem tók upp boltann.

Umræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert