Frá Tottenham til Leicester

Oliver Skipp í leik með Tottenham á undirbúningstímabilinu.
Oliver Skipp í leik með Tottenham á undirbúningstímabilinu. AFP/Anthony Wallace

Nýliðar Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla hafa fest kaup á enska miðjumanninum Oliver Skipp. Kemur hann frá uppeldisfélagi sínu Tottenham Hotspur.

Þessi tvö lið eigast einmitt við í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Var tilkynnt um skiptin í dag og er Skipp, sem er 23 ára gamall, ekki í leikmannahópi Leicester að þessu sinni.

Kaupverðið er um 25 milljónir punda og skrifaði miðjumaðurinn undir fimm ára samning við nýliðana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert