Furðuleg yfirlýsing Sterling

Raheem Sterling í æfingaleik með Chelsea í sumar.
Raheem Sterling í æfingaleik með Chelsea í sumar. AFP/Justin Tallis

Enski sóknarmaðurinn Raheem Sterling var ekki í leikmannahópi Chelsea í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni gegn Manchester City í gær. Talsmaður Sterling sendi út yfirlýsingu fyrir hönd leikmannsins skömmu áður en leikurinn hófst.

Í yfirlýsingunni segir talsmaðurinn að Sterling hafi reiknað með að taka þátt í leiknum og starfshópurinn sem starfi með Sterling vilji fá skýringar á stöðu leikmannsins innan leikmannahópsins og félagsins.

Margir sparkspekingar hafa gagnrýnt Sterling fyrir yfirlýsinguna, þar á meðal Jamie Redknapp og Jamie Carragher en hún þykir taktlaus og tímasetningin hafi ekki hjálpað liðsfélögum Sterling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka