Brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimaraes er nýr fyrirliði karlaliðs Newcastle United í knattspyrnu.
Daily Mail greinir frá en Guimaraes var með fyrirliðabandið í fyrsta sinn um liðna helgi þegar Newcastle vann Southampton 1:0 í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Hann var áður þriðji fyrirliði á eftir Jamaal Lascelles og Kieran Trippier, sem verður áfram varafyrirliði.