Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í gærkvöldi en í þættinum er fjallað um ensku úrvalsdeildina.
Ræddu þeir félagar m.a. um Yerson Mosquera leikmann Wolves sem átti áhugaverðan leik. Þreifaði hann t.d. á rassinum á Gabriel Jesus sóknarmanni Arsenal og tók síðan Kai Havertz hálstaki.
Umræðurnar og atvikin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.